Thelma Dís Friðriksdóttir greindist með beinkrabbamein í ársbyrjun. Hún er aðeins 12 ára gömul en hefur þrátt fyrir ungan aldur farið í stífa lyfjameðferð og erfiða aðgerð þar sem fóturinn var tekinn af fyrir neðan hné. Thelma Dís gefur áhorfendum innsýn í þá raun að greinast með krabbamein og nálgast hún þessa miklu þraut af einskæru æðruleysi, skynsemi og bjartsýni.