mbl | sjónvarp

Dætur Íslands: Glódís Perla Viggósdóttir

ÍÞRÓTTIR  | 9. júní | 14:35 
Í þriðja þætti af Dætrum Íslands heimsækjum við knattspyrnu- og landsliðskonuna Glódísi Perlu Viggósdóttur, leikmann Bayern München í Þýskalandi.

Í þriðja þætti af Dætrum Íslands heimsækjum við knattspyrnu- og landsliðskonuna Glódísi Perlu Viggósdóttur, leikmann Bayern München í Þýskalandi.

Glódís, sem er 26 ára gömul, gekk til liðs við þýska stórliðið síðasta sumar frá Svíþjóðarmeisturum Rosengård.

Miðvörðurinn hélt út í atvinnumennsku árið 2015, þá 19 ára gömul, þegar hún gekk til liðs við sænska úrvalsdeildarfélagið Eskilstuna.

Tveimur árum síðar gekk hún til liðs við Rosengård en hún varð Svíþjóðarmeistari með liðinu árið 2019 og bikarmeistari árin 2017 og 2018.

Alls á hún að baki 101 A-landsleik en hún lék sinn fyrsta landsleik árið 2012, þá nýorðin 17 ára gömul.

Hægt er að horfa á þáttinn um Glódísi Perlu í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.

Loading