mbl | sjónvarp

Dætur Íslands: Sif Atladóttir

ÍÞRÓTTIR  | 23. júní | 14:10 
Í sjötta þætti af Dætrum Íslands heimsækjum við knattspyrnu- og landsliðskonuna Sif Atladóttir, leikmann Selfoss í Bestu deild kvenna.

Í sjötta þætti af Dætrum Íslands heimsækjum við knattspyrnu- og landsliðskonuna Sif Atladóttir, leikmann Selfoss í Bestu deild kvenna.

Sif, sem er 36 ára gömul, gekk til liðs við Selfoss í desember á síðasta ári eftir rúmlega tólf ár í atvinnumennsku í Þýskalandi og Svíþjóð.

Hún steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með FH en lék einnig með Þrótti, KR og Val hér á landi áður en hún hélt út í atvinnumennsku.

Sif lék fyrst í hálft annað ár með Saarbrücken í Þýskalandi áður en hún samdi við Kristianstad í Svíþjóð þar sem hún lék í ellefu ár.

Alls á hún að baki 88 A-landsleiki en hún lék sinn fyrsta landsleik gegn Ítalíu í mars árið 2007, þá 21 árs gömul.

Sif er gift Birni Sigurbjörnssyni og saman eiga þau tvö börn, Sólveigu og Sigurbjörn Egil. Sif og Bjössi byrjuð saman árið 2007 og giftu sig í Þýskalandi árið 2011.

Hægt er að horfa á þáttinn um Sif í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.

Loading