Hátíðarhangikjöt með uppstúf og kartöflum, grænum baunum og Hátíðarrauðkáli
- 1 hangilæri
- forsoðnar kartöflur
- uppstúfur
- grænar baunir
- Hátíðarrauðkál
- laufabrauð
Aðferð:
Sjóðið hangikjötið samkvæmt leiðbeiningum. Passið að vatnið fljóti yfir kjötið.
Setjið forsoðnar kartöflur í pott og uppstúfinn yfir.
Þegar hangikjötið er soðið og búið að standa skal skera það í þunnar sneiðar.
Berið fram með kartöflum og uppstúf, Hátíðarrauðkáli, grænum baunum og norðlensku laufabrauði frá Gamla bakstri.
Uppskriftin kemur úr Hátíðarmatarblaðinu okkar sem unnið var í samstarfi við Hagkaup og hægt er að nálgast HÉR.