mbl | sjónvarp

Margrét Lára: Prímusmótorinn í þessu Arsenal-liði

ÍÞRÓTTIR  | 12. nóvember | 21:02 
„Það er náttúrlega gríðarleg hlaupageta í þessum manni,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Vellinum á Símanum Sport í gærkvöldi.

„Það er náttúrlega gríðarleg hlaupageta í þessum manni,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Vellinum á Símanum Sport í gærkvöldi.

Þar var til umræðu Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, sem sneri aftur eftir tveggja mánaða fjarveru vegna meiðsla í leik gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á sunnudag.

„Hann er svo góður í að vinna boltann hratt, fljótur að hugsa, koma honum út í breidd og svo er hann alltaf að bjóða sig aftur. Hann sendir og hann býður sig aftur.

Hann sendir og býður sig aftur. Hann er prímusmótor í þessu Arsenal-liði og sérstaklega í því að skapa færi,“ sagði Margrét Lára um norska sóknartengiliðinn.

Umræðu hennar, Kjartans Henry Finnbogasonar og þáttastjórnandans Hauks Harðarsonar um Ödegaard má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.

 

Enski boltinn

Mest skoðað

Loading