Enes Ünal tryggði Bournemouth eitt stig þegar hann skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu á 90. mínútu í jafntefli gegn West Ham United, 1:1, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi.
Lucas Paquetá hafði komið Hömrunum yfir úr vítaspyrnu aðeins þremur mínútum fyrr og komu því bæði mörk leiksins seint í honum.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.