mbl | sjónvarp

Margrét Lára: Furðuleg ákvörðun

ÍÞRÓTTIR  | 17. desember | 22:58 
Margrét Lára Viðarsdóttir telur ákvörðun Mikel Arteta, knattspyrnustjóra karlaliðs Arsenal, að hafa tekið fyrirliðann Martin Ödegaard af velli furðulega.

Margrét Lára Viðarsdóttir telur ákvörðun Mikel Arteta, knattspyrnustjóra karlaliðs Arsenal, að hafa tekið fyrirliðann Martin Ödegaard af velli furðulega. 

Margrét Lára var gestur Harðar Magnússonar í Vellinum á Símanum sport ásamt Eið Smára Guðjohnsen í gærkvöldi en þau ræddu 16. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. 

Arsenal gerði markalaust jafntefli á heimavelli gegn Everton en um miðjan síðari hálfleikinn tók Arteta Ödegaard af velli. 

„Ég furða mig mjög mikið á því að Arteta tekur Ödegaard af velli. Mér fannst það ofboðslega furðuleg ákvörðun. 

Sér í lagi þar sem Ödegaard var maðurinn sem var að skapa og koma sér í færi, þó hann hafi ekki verið að klára þau,“ sagði Margrét Lára meðal annars en umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. 

Enski boltinn

Mest skoðað

Loading