mbl | sjónvarp

Margrét Lára: Eiður er náttúrlega svo gamall

ÍÞRÓTTIR  | 17. desember | 14:28 
„Mér finnst þetta bara rautt spjald,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Vellinum á Símanum Sport í gærkvöldi.

„Mér finnst þetta bara rautt spjald,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Vellinum á Símanum Sport í gærkvöldi.

Þar var til umræðu beint rautt spjald sem Andy Robertson fékk í leik Liverpool gegn Fulham sem aftasti maður. Mat dómarinn það sem svo að Robertson hafi rænt Harry Wilson upplögðu marktækifæri.

Eiður Smári Guðjohnsen var ekki viss hvort að rétt væri að gefa rautt spjald og rifjaði upp að ekki hefði verið gefið rautt fyrir svona brot þegar hann spilaði sjálfur.

„Eiður, hann er náttúrlega svo gamall að hann er að vitna í tíma sem ég lifði ekkert þannig að þetta er bara rautt,“ sagði Margrét Lára og uppskar hlátrasköll frá Eiði Smára og Herði Magnússyni þáttastjórnanda.

Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Enski boltinn

Mest skoðað

Loading