mbl | sjónvarp

Eiður: Kemur á óvart hversu mikið hrun þetta er

ÍÞRÓTTIR  | 17. desember | 11:35 
„Það er kannski það sem kemur öllum á óvart, hversu mikið hrun þetta er,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen í Vellinum á Símanum Sport í gærkvöldi.

„Það er kannski það sem kemur öllum á óvart, hversu mikið hrun þetta er,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen í Vellinum á Símanum Sport í gærkvöldi.

Þar var til umræðu ótrúlegt hrun Englandsmeistara Manchester City sem hafa tapað fimm af síðustu sjö leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og aðeins unnið einn leik. Í öllum keppnum er árangurinn enn verri, aðeins einn sigur í síðustu 11 leikjum.

„Ég er ekki viss um að hann hafi nokkru sinni á öllum þjálfaraferli sínum lent í svona. Þá sjáum við kannski skrítin viðbrögð og tal um að hann sé ekki nógu góður.

Að sjálfsögðu er hann nógu góður. En hvort það er komin smá þreyta í hann eins og City-liðið í heild sinni?“ bætti Eiður Smári við um knattspyrnustjórann Pep Guardiola og Man. City.

Man. City tapaði fyrir Manchester United á sunnudag.

Umræðu Eiðs Smára, Margrétar Láru Viðarsdóttur og þáttastjórnandans Harðar Magnússonar um Manchester-slaginn og hrun Man. City má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Enski boltinn

Mest skoðað

Loading