mbl | sjónvarp

Kjartan Henry: Algjör sirkus á Old Trafford

ÍÞRÓTTIR  | 23. desember | 8:38 
„Er hann ekki bara að reyna að sýna yfirmönnunum hversu lélegir þessir leikmenn eru?“ velti Kjartan Henry Finnbogason fyrir sér í Vellinum á Símanum Sport í gærkvöldi þegar rætt var um Manchester United.

„Er hann ekki bara að reyna að sýna yfirmönnunum hversu lélegir þessir leikmenn eru?“ velti Kjartan Henry Finnbogason fyrir sér í Vellinum á Símanum Sport í gærkvöldi þegar rætt var um Manchester United.

Hörður Magnússon þáttastjórnandi hafði þá bent á að knattspyrnustjórinn Rúben Amorim hefði gert þrjár skiptingar snemma leiks í 0:3-tapi fyrir Bournemouth og spurði Kjartan Henry hvað væri í gangi.

„Ég veit það ekki, mér fannst Höjlund ekki bæta miklu við þetta en hann er þó að reyna. En kannski er tæknin og getan ekki alveg á Manchester United kalíberi.

Þessi maður hér, Zirkzee, hann var ekkert ódýr enda eru leikmenn sem United kaupir aldrei ódýrir, sama hversu góðir eða lélegir þeir eru. Þetta er algjör sirkus á Old Trafford,“ sagði Kjartan Henry einnig.

Umræðu hans, Margrétar Láru Viðarsdóttur og Harðar um Manchester United má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Enski boltinn

Mest skoðað

Loading