mbl | sjónvarp

Norski úlfurinn beit frá sér (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 29. desember | 19:56 
Norski úlfurinn Jørgen Strand Larsen skoraði fallegt jöfnunarmark fyrir Wolves á 87. mínútu er liðið gerði jafntefli við Tottenham á útivelli, 2:2, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Norski úlfurinn Jørgen Strand Larsen skoraði fallegt jöfnunarmark fyrir Wolves á 87. mínútu er liðið gerði jafntefli við Tottenham á útivelli, 2:2, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Strand Larsen afgreiddi boltann glæsilega upp í þaknetið úr þröngu færi og tryggði Wolves eitt stig. Hee-Chan Hwang hafði komið Tottenham yfir en þeir Rodrigo Bentancur og Brennan Johnson sneru taflinu við.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.

Loading