Declan Rice reyndist hetja toppliðs Arsenal þegar hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma í mögnuðum 4:3-sigri á nýliðum Luton Town í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.
Flautumark í hádramatískum sigri Arsenal
Eins og tölurnar gefa til kynna var leikurinn mikil skemmtun þar sem Gabríelarnir þrír, Martinelli og Jesus hjá Arsenal og Osho hjá Luton, skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins og staðan var því 2:1 í hálfleik.
Í síðari hálfleik skoruðu Elijah Adebayo og Ross Barkley fyrir Luton og sneru þannig taflinu við.
Kai Havertz var þó fljótur að jafna metin áður en Rice skoraði með glæsilegum skalla á sjöundu mínútu uppbótartíma og tryggði Skyttunum hádramatískan sigur.
Mörkin sjö í þessum stórkostlega leik má sjá í spilaranum hér að ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.