Hráefni
- 800g steinbítur eða annar ódýr fiskur
- 1 sítróna
- 200g smjör
- 500g Nýjar kartöflur
- 1 rófa
- Í eldhúsinu ef fólk á
- eftir þörfum Góð olía
- bragð bætt með Salt og pipar
Fyrir 4
innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr800g steinbítur
1 sítróna
200g smjör
500g Nýjar kartöflur
1 rófa
Góð olía
Salt og pipar
Aðferð
Þegar búið er að verka fiskinn,skal skera hann í stykki og þerra hann með hreinu stykki. Nokkuð af smjöri er brúnað á pönnu, síðan er fiskstykkjunum bætt á heita pönnuna, kryddað með ögn af salti, þegar fiskurinn eru steiktur á neðri hliðinni, skal snúa honum við örstutt og svo leggja hann á fat, þá skal bæta smjöri á pönnuna og þá er líka börkurinn og sneiðar úr sítrónunni bætt á pönnuna,ásamt rófu teningum og framreitt með steiktum fiskinum, gott að bera fram soðnar nýjar kartöflur. Það má stappa þær ögn með gaffli ef fólk vill.
Rófan er bæði hrá í sneiðum og skorin í litla teninga og bætt á pönnuna með ögn af ediki
Uppskrift: Gott, hollt og ódýrt