Hráefni
- Svínasíða 300-350 gr af. kjöti á mann með beini
- Gróft salt , pipar
- Sveppasósa .
- ½ bakki sveppir
- Soð af kjötinu
- 100g Smjör
- Eftir smekk Salt-pipar
- 1 peli Rjómi
- Kraftur- sósulitur
Fyrir 4
Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr.Svínasíða 300-350 gr af kjöti á mann með beini.
Gróft salt, pipar
½ bakki sveppir
Soð af kjötinu
Smjör
Salt-pipar
Rjómi
Kraftur-sósulitur
Aðferð
Setjið vatn í ofnskúffu og setjið puruna niður í vatnið ( á hvolf) saltið aðeins og piprað. Stingið kjötinu inn í 180-200°c heitan ofn og eldið svona í c.a 30-40 mínútur.
Takið nú kjötið út úr ofninum og hellið vatninu af. Búið til litla púða úr álpappír, takið kjötið af bakkanum, setjið álpappírinn á ofnskúffuna og kjötið síðan ofan á álpappírinn með puruna upp og reynið að glenna puruna. Takið næst haug af grófu salti og maukið í og nuddið inn á milli raufanna ásamt smá af pipar og gott er að setja lárviðarlauf og negulnagla á milli raufanna líka, og setjið síðan aftur inn í ofninn á c.a. 220°c í c.a. 30-40 mínutur. Ef puran er ekki orðin stökk þá, setjið þá endilega yfirhitan á ofninum á þangað til hún poppar almennilega.
Sveppirnir skornir smátt og þeir svitaðir með smjörinu. Soðinu af kjötinu helt yfir og látið malla í nokkrar min (ef fólk tímir smá rauðvínsslettu af jólarauðvíninu er það rosa gott) svo þegar þetta er farið að sjóða vel saman og líta vel út er rjómanum bætt út í.
Gott er að skella út í sósuna þegar hún er klár smá smjörklípu.
Uppskrift: Gott, hollt og ódýrt