- 2 lítil epli
- 2 plómur
- brómber
- jarðarber
- hindber
- ½ bolli sykur
- 1 tsk. kanill
- ¼ tsk. múskat
Cobbler
- 150 g hveiti
- 200 g púðursykur
- 80 g hafrar
- 120 g smjör
- 1 tsk. kanill
Hér gefur að líta svokallaðan „cobbler“ sem okkur skortir hreinlega betra orð yfir á íslensku. Rétturinn er sáraeinfaldur og afar fljótlegur í undirbúningi. Snjallt er að taka hann með í útileguna og þá mælum við með að undirbúa hann heima áður en lagt er af stað. Það eina sem þarf að gera er að skera niður ávexti, hjúpa þá með kanil, sykri og múskati. Í myndbandinu var matskeið af smjöri fyrst brædd í forminu og búin til bráð sem ávöxtunum var velt upp úr.
Svo skal setja í eldfast mót eða steypujárnsílát og strá deiginu yfir. Gott er að hafa deigið í stórum bitum. Síðan er rétturinn grillaður eftir kúnstarinnar reglum í nokkrar mínútur eða þar til deigið er farið að brúnast.
Gott er að borða með ís eða þeyttum rjóma en fyrir þá sem eru ekki með slíkt í útilegunni minnum við á gamla góða sprauturjómann sem klikkar aldrei og smellpassar í útileguna.
Við mælum líka með að nota einungis epli. Það er einfaldara (ekki jafn litskrúðugt) og bragðast líka eins og draumur.