mbl | sjónvarp

Risarækjurnar sem bragðast eins og humar

MATUR  | 16. júní | 10:34 
Hér kynnum við til sögunnar eina þá mestu snilld sem við höfum rekist á. Um er að ræða rauðar risa kóngarækjur sem bragðast frábærlega.

Hér kynnum við til sögunnar eina þá mestu snilld sem við höfum rekist á. Um er að ræða rauðar risa kóngarækjur sem bragðast frábærlega. Rækjur eiga það til að verða seigar við eldun en þessar voru einstaklega bragðgóðar og grilluðust afar vel.

Hér er því kominn spennandi valkostur fyrir þá sem vilja gera vel við sig með ljúffengum sjávarréttum en verðið á humar hefur gert það að verkum að hann er orðinn argasti sparimatur. Kóngarækjurnar eru því algjörlega málið og við getum mælt heilshugar með þeim.

Risarækjurnar sem bragðast eins og humar

Hér er búið að þræða þær upp á spjót ásamt grænmeti, sem kom vel út. Fyrst voru rækjurnar kryddaðar, síðan penslaðar með heimagerðri dressingu. Hægt er að velja alls konar grænmeti og athugið að ekki þarf að grilla rækjurnar lengi. Við mælum með að hafa grillið æpandi heitt áður en byrjað er að grilla.

  • kóngarækjur
  • paprika
  • rauðlaukur
  • piccolo-tómatar
  • kúrbítur
  • SPG-krydd

Aðferð:

  1. Kryddið rækjurnar með SPG-kryddinu. Skerið grænmetið í fremur smáa bita.
  2. Penslið rækjurnar með kryddleginum.
  3. Þræðið upp á spjót eða pinna. Ef þið notið trépinna þá er nauðsynlegt að leggja þá í bleyti áður til að þeir brenni síður.
  4. Grillið á háum hita í nokkrar mínútur. Snúið reglulega og passið vel upp á pinnann. Nauðynlegt er að hreinsa grillið vel áður og olíubera grindina svo að maturinn festist ekki við grillið.

Kryddlögur

  • hvítlauksrif
  • engifer
  • kóríander
  • límóna
  • púðursykur
  • ólífuolía

Aðferð:

  1. Rífið niður límónubörk, hvítlauksrif og engifer. Mælieiningarnar hér eru svona sirka og akkúrat. Hér er lykilatriðið að smakka til og finna gott jafnvægi. Saxið kóríander smátt og setjið saman við. Bætið púðursykrinum við og kreistið safann úr límónunni saman við.
  2. Að síðustu skal hella ólífuolíunni yfir og hræra vel. Penslið á rækjurnar og brauðsneiðarnar.
  3. Hér kynnum við til sögunnar eina þá mestu snilld sem við höfum rekist á. Um er að ræða rauðar risakóngarækjur sem bragðast frábærlega. Rækjur eiga það til að verða seigar við eldun en þessar voru einstaklega bragðgóðar og grilluðust afar vel. Hér er því kominn spennandi kostur fyrir þá sem vilja gera vel við sig með ljúffengum sjávarréttum en verðið á humri hefur gert það að verkum að hann er orðinn argasti sparimatur.
Grillþættir matarvefsins
Grillþættir matarvefsins
Loading