Þeir félagar Gunnar á Völlum og Fannar minn brugðu sér í Frostaskjólið í gærkvöldi þegar heimamenn í KR fengu Breiðablik í heimsókn í bikarkeppni karla í knattspyrnu. Leikurinn var hinn bráðfjörugasti fyrir heimamenn sem sigruðu gestina með þremur mörkum gegn engu. Þrátt fyrir sigurvímuna má fastlega gera ráð fyrir því að þeir hafi vaknað við vondan draum því í miðjum leiknum var sjálfum Íslandsmeistarabikarnum rænt.