Þeir félagar Gunnar á Völlum og Fannar minn skelltu sér til Egilsstaða á sjálfan kosningadaginn til að heimsækja heimamenn í Hetti. Veðurguðirnir reyndust Fannari erfiðir og þurfti Gunnar að koma drengnum til bjargar, bæði hvað varðar kuldann og kosningarnar. Samband þeirra félaga er að ná nýjum hæðum, eða lægðum. Hvort úr þessu verður epísk ástarsaga eða þáttur um fótbolta er ekki alveg ljóst.