mbl | sjónvarp

Handlóðaæfingar sem allir geta gert

SMARTLAND  | 1. nóvember | 6:00 
Í Heimahreyfingu dagsins sýnir Rafn Franklín Johnson skemmtilega og einfalda lyftingaæfingu með handlóðum sem allir geta gert og aðlagað sinni getu.

Í Heimahreyfingu dagsins sýnir Rafn Franklín Johnson skemmtilega og einfalda lyftingaæfingu með handlóðum sem allir geta gert og aðlagað sinni getu. 

Æfingarnar eru fimm talsins og er hver æfing framkvæmd með 20 endurtekningum í 15 mínútur eins og Rafn útskýrir í myndskeiðinu.

Næstu vik­ur taka mbl.is og Hreyf­ing hönd­um sam­an og koma með lík­ams­rækt­ina heim í stofu. Alls verða tíu þætt­ir sýnd­ir á mbl.is þar sem farið er yfir fjöl­breytt­ar æf­ing­ar sem hægt er að gera heima.

Nýir þætti­r eru frum­sýnd­ir á mánu­dags-, miðviku­dags- og föstu­dags­morgn­um. Þjálf­ar­ar Hreyf­ing­ar leiða áhuga­sama í gegn­um fjöl­breytt­ar æf­ing­ar sem eru sér­stak­lega sam­sett­ar til að þjálfa helstu vöðva­hópa lík­am­ans, bæta vellíðan og auka þol.

Meðal æf­inga eru styrktaræf­ing­ar, jóga, dans, hug­leiðsla, teygj­ur, þolæf­ing­ar og píla­tes. Þætt­irn­ir eru í boði Hreyf­ing­ar, Hleðslu og Flóri­dana hér á mbl.is. 

 

Loading