Það er ekki tekið út með sældinni að verða næsta poppstjarna Íslands eins og Logi kemst að í nýjasta þætti Karlaklefans. Þar fer Logi í söngkennslu til Heru og danstíma til Yesmine Olsson þar sem hans sönnu hæfileikar koma í ljós.
Logi Geirsson hefur lengi alið með sér draum um að verða tónlistarmaður og fær Einar Bárðarson til að aðstoða sig. Tekst umboðsmanni Íslands að töfra fram réttu formúluna til að gera Loga að stórstjörnu?