Logi Geirsson og Einar Bárðarsson fóru útvarpshringinn svokallaða þegar þeir fóru í alla helstu útvarpsþætti landsins til að kynna nýja lagið Komdu með. Lagið hefur heldur betur slegið í gegn og er mest spilaða lagið á tonlist.is.
Logi Geirsson hefur lengi alið með sér draum um að verða tónlistarmaður og fær Einar Bárðarson til að aðstoða sig. Tekst umboðsmanni Íslands að töfra fram réttu formúluna til að gera Loga að stórstjörnu?