Sigmar Vilhjálmsson hefur sannarlega synt á móti straumnum síðustu mánuði og opnað stóran veitingastað á Grandanum og skemmtistað í Skútuvogi sem á sér enga hliðstæðu hér á landi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann sækir fram í aðstæðum sem þessum og hann virðist kunna vel við sig í mótbyrnum.
Í viðtalinu í meðfylgjandi myndskeiði ræðir Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu, við Sigmar um uppbygginguna sem hann stendur í um þessar mundir og hvaða lærdóm hann hefur dregið af því að byggja upp Fabrikkuna, Barion, Minigarðinn og ýmislegt fleira.
Viðtalið var upphaflega sýnt meðlimum í Kompaní – Viðskiptaklúbbi Morgunblaðsins og mbl.is.