mbl | sjónvarp

Glæpasamtök stela úr verslunum

INNLENT  | 1. mars | 10:29 
Áttatíu prósent þeirra verðmæta sem stolið er úr íslenskum verslunum er af fólki af erlendum uppruna. Þetta er mat bransans og fara Samtök verslunar og þjónustu fram á það við stjórnvöld að þau berjist gegn slíkri skipulagðri glæpastarfsemi af sama þunga og annarri, s.s. Vítisenglum.

Áttatíu prósent þeirra verðmæta sem stolið er úr íslenskum verslunum er af fólki af erlendum uppruna. Þetta er mat bransans og fara Samtök verslunar og þjónustu fram á það við stjórnvöld að þau berjist gegn slíkri skipulagðri glæpastarfsemi af sama þunga og annarri, s.s. Vítisenglum.

Í þættinum 112 hér á MBL Sjónvarpi er fjallað um búðaþjófnaði, rætt við framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu og rannsóknarlögreglumann. Auk þess eru birt myndskeið þar sem sést hversu kræfir búðaþjófar geta verið. 

„Við teljum að meinið liggi í því að réttarvörslukerfið er engan veginn í stakk búið til að taka á þessum vanda,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, en talið er að tjón verslana vegna þjófnaða hlaupi á milljörðum árlega.

112
Æsispennandi þættir um störf fólksins sem leggur sig í hættu við að bjarga öðrum úr háska. Eftirfarir, björgunarafrek, sakamál og margt fleira.

Mest skoðað

Loading