„Ég óttaðist mest að fá skipið á móti mér af fullum þunga“, segir Viggó Sigurðsson sigmaður hjá Landhelgisgæslunni sem sótti slasaðan sjómann um 115 sjómílur undan ströndum Reykjaness í fyrra. Í þættinum 112 hér á MBL Sjónvarpi er fjallað um björgunina sem fór fram við mjög erfiðar aðstæður.