mbl | sjónvarp

Gríðarleg reiði og hræðsla

INNLENT  | 28. desember | 10:02 
Eiginkona lögreglumanns sem stóð vaktina og slasaðist í mótmælunum við Alþingishúsið 21. janúar 2009 lýsir viðbrögðum sínum sem blöndu af gríðarlegri reiði og hræðslu. Lögreglumaður sem slasaðist segir það hafa verið afar erfitt að fylgjast með á hliðarlínunni.

Eiginkona lögreglumanns sem stóð vaktina og slasaðist í mótmælunum við Alþingishúsið 21. janúar 2009 lýsir viðbrögðum sínum sem blöndu af gríðarlegri reiði og hræðslu. Lögreglumaður sem slasaðist segir það hafa verið afar erfitt að fylgjast með á hliðarlínunni.

Í þættinum 112 hér á MBL Sjónvarpi er rætt við lögreglumann sem fékk þriggja og hálfs kílóa gangstéttarhellu í höfuðið þar sem hann varði Alþingishúsið fyrir mótmælendum. Marinó Ingi Emilsson var frá vinnu í þrjár vikur og hafði um hríð miklar áhyggjur af því að geta ekki snúið aftur til vinnu.

Marinó segir að þessi tími, þegar mótmælendur grýttu lögreglumenn, hafa tekið mikið á fjölskylduna. „Þetta var erfitt fyrir fjölskylduna, að lögreglumenn þurftu að vera þarna niðurfrá og ekki vitað hvort þeir komi heim eftir kvöldið.“

112
Æsispennandi þættir um störf fólksins sem leggur sig í hættu við að bjarga öðrum úr háska. Eftirfarir, björgunarafrek, sakamál og margt fleira.
Loading