ÞÆTTIR
| 11. mars | 10:52
Mbl Sjónvarp hefur nú sýningar á uppistandsseríu með Mið-Íslandi og félögum en þættirnir voru teknir upp í Þjóðleikhúskjallaranum í byrjun mars. Ari Eldjárn, Bergur Ebbi, Dóri DNA og Jóhann Alfreð ásamt Birni Braga og Sólmundi Hólm reita af sér brandarana. Taktu þér 5 mínútna pásu og horfðu á klassa uppistand.