Hornamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson segir að þó löngun og hungur í árangur sé alltaf til staðar megi of háleit markmið ekki trufla heildarmyndina. Hann og þjálfarateymið slá á létta strengi í þættinum Ólympíufararnir í MBL sjónvarpi.
MBL sjónvarp kynnir íslensku ólympíufarana 2012 í nýjum þáttum á MBL sjónvarpi. Fylgist með ólympíuförunum og sögum þeirra fram að leikunum hér á mbl.is.