Ebba Guðný Guðmundsdóttir hefur útbúið heilsurétti af ýmsu tagi undanfarnar vikur á Mbl sjónvarpi. Í síðasta þættinum í bili ætlar Ebba að elda grænmetissúpu með linsubaunum. Linsubaunir eru ódýr og hollur matur sem getur komið í staðinn fyrir kjöt í máltíð.