Ebba Guðný Guðmundsdóttir býður okkur upp á dásamlegt pastasalat sem fær kroppinn til að æpa af hamingju.
400 g spelt, kamut eða heilhveiti spaghettí eða pasta
3 hvítlauksrif
25-50 g basilika
70-100 g íslenskt klettasalat
1 dl ólífuolía (eða olían af La Selva tómötum!)
50 g rifinn parmesanostur
100 g sólþurrkaðir tómatar (til dæmis frá La Selva)
1 stk. chilli aldin (má sleppa)
sjávarsalt og nýmalaður pipar
50-70 g furuhnetur
50 g rifinn fituríkur ostur (má sleppa)
1. Sjóðið spaghettíið/pastað eftir leiðbeiningum á pakkanum (yfirleitt um 10 mínútur og 1 msk af ólífuolíu sett út í vatnið)
2. Setjið hvítlauk, basiliku og helminginn af klettasalatinu í matvinnsluvél ásamt helmingnum af La Selva-tómötunum, allri olíunni af þeim (og má bæta við kaldpressaðri ólífuolíu svo maukist vel), parmesan og helmingnum af furuhnetunum og maukið vel saman. Saltið og piprið eftir smekk
3. Setjið pastað í skál og hellið pestóinu yfir og blandið vel saman
4. Skreytið með afgagninum af klettasalatinu, tómötunum, chillí aldini smátt skornu ef vill, furuhnetum og rifnum osti (ef vill, má sleppa)
5. Tilbúið!