Ebba Guðný kennir okkur að gera súperhollar speltvöfflur sem fá bragðlaukana til að hoppa af kæti.
400 g gróft spelti (einnig má nota lífrænt heilhveiti og einnig 200 g bókhveiti sem er glúteinlaust)
1 tsk sjávarsalt
2 tsk kardimommuduft eða ½ tsk sítrónudropar og ¼ tsk vanilluduft
2-3 egg (má sleppa eggjunum ef einhver er með eggjaofnæmi)
30-40 g kaldpressuð kókosolía, ólífuolía eða brætt smjör
Um 7 dl (700 ml) mjólk að eigin vali og best finnst mér að nota volgt vatn á móti eða 300-400 ml
1. Kveikið á vöfflujárninu
2. Blandið saman þurrefnunum
3. Eggjum og mjólk bætt út í og að síðustu olíunni/smjörinu þangað til deigið er orðið eins og grautur að þykkt
4. Bakið vöfflur í vöfflujárni
*Vöfflur er svo ótrúlega einfalt að gera og eru í raun bara hollt heitt gerlaust brauð sem hægt er að útfæra á milljón vegu og allir elska!
*Stundum bræði ég ekta súkkulaði í smá rjóma eða mjólk (að eigin vali) og og býð upp á með vöfflunum ásamt rjóma!
*Ef ég á afgang af soðnum grjónum, hafragraut eða bókhveiti, sem dæmi, inni í ísskáp set ég það út í deigið.Það er mjög gott. Einnig má setja hrísgrjóna-, hafra-, möndlu- eða kókosmjöl í deigið (í staðinn fyrir 50-100 g af speltinu). Vöfflur eru frábærar til að koma hollustu ofan í börn.
*Gott og snjallt er að eiga vöffludeig í kæli fyrir eldri skólabörn að baka sér vöfflur er þau koma heim úr skólanum en þau þurfa að hafa aldur til þess að muna að taka vöfflujárnið úr sambandi!