ÍÞRÓTTIR
| 25. janúar | 13:43
Keppni í karate á Reykjavíkurleikunum fór fram í Víkinni í morgun. Bæði var keppt í kata (fyrirfram ákveðnar hreyfingar) og kumite (bardagi). Ashley Scott frá Englandi sigraði Telmu Rut Frímannsdóttur í úrslitaeinvíginu í kumite kvenna. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá brot úr einvíginu en Ashley er með blátt belti og Telma rautt.