Undanúrslit í badmintonkeppni Reykjavíkurleikanna eru að hefjast í TBR húsinu. Sara Högnadóttir og Margrét Jóhannsdóttir komust einar Íslendinga í undanúrslit en þær mæta Susannah Leydon-Davis og Madeleine Stapleton frá Nýja Sjálandi í tvíliðaleik kvenna.
Í átta liða úrslitum sigruðu þær örugglega finnskt par. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá stutt viðtal við þær stöllur að loknum leiknum við Finnana.
Leikur Söru og Margrétar hefst um kl.18 en það fer þó eftir því hversu langir leikirnir á undan eru. Hægt er að fylgjast með gangi mála hér.