mbl | sjónvarp

Joe og Rósa sigruðu í skvassi

ÍÞRÓTTIR  | 26. janúar | 14:25 
Skvassmót Reykjavíkurleikanna fór fram um helgina í Veggsporti á Stórhöfða. Um 40 manns tóku þátt í mótinu sem var mjög vel heppnað. Margir jafnir leikir voru spilaðir og óvenjuoft þurfti að spila fimm lotur til að knýja fram úrslit.

Skvassmót Reykjavíkurleikanna fór fram um helgina í Veggsporti á Stórhöfða. Um 40 manns tóku þátt í mótinu sem var mjög vel heppnað. Margir jafnir leikir voru spilaðir og óvenjuoft þurfti að spila fimm lotur til að knýja fram úrslit.

Í úrslitum í karlaflokki mættust Bretarnir Joe Green og Luke Parker þar sem Joe Green sigraði nokkuð örugglega. Meðfylgjandi er stutt myndskeið af úrslitaleiknum.

Í leiknum um þriðja sætið í karlaflokki mætti Arnþór Jón Þorvarðsson Íslandsmeistaranum Róberti Fannari Halldórssyni. Leikurinn var æsispennandi og endaði með naumum sigri Róberts 3-2.

Í kvennaflokki sigraði Rósa Jónsdóttir en í öðru sæti var Anna Margrét Guðmundsdóttir. Svana Rós Helgadóttir var í þriðja sæti.

Reykjavíkurleikarnir
Myndbönd send inn frá Reykjavíkurleikunum, Reykjavik International Games.

Mest skoðað

Loading