mbl | sjónvarp

Hrafnhildur átti frábæran dag

ÍÞRÓTTIR  | 26. janúar | 18:44 
Keppni í listhlaupi á skautum á Reykjavíkurleikunum hófst í gær og lauk fyrr í dag í Skautahöllinni í Laugardal. Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir, Skautafélagi Akureyrar, átti frábæran dag í dag og fékk hún 64,49 stig fyrir frjálst prógramm. Er þetta hæsta skor sem sést hefur hjá íslenskum skautahlaupara fyrir frjálst prógramm.

Keppni í listhlaupi á skautum á Reykjavíkurleikunum hófst í gær og lauk fyrr í dag í Skautahöllinni í Laugardal.

Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir, Skautafélagi Akureyrar, átti frábæran dag í dag og fékk hún 64,49 stig fyrir frjálst prógramm. Er þetta hæsta skor sem sést hefur hjá íslenskum skautahlaupara fyrir frjálst prógramm. Auk þessa skilaði Hrafnhildur Ósk tvöföldum Axel í prógrammi í fyrsta sinn á sínum ferli. Hún framkvæmdi stökkið tvisvar nánast hnökralaust og bætti meira að segja um betur og setti tvöfalt toe loop fyrir aftan í seinna skiptið.

Glæsilegur árangur hjá Hrafnhildi Ósk sem keppir í unglingaflokki A (Junior ladies). Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá hluta af frjálsu prógrammi Hrafnhildar Óskar.

Reykjavíkurleikarnir
Myndbönd send inn frá Reykjavíkurleikunum, Reykjavik International Games.

Mest skoðað

Loading