Fyrsti þátturinn af nýrri þáttaseríu á Mbl sjónvarpi, Rokk og rúllur, hefur verið frumsýndur. Í þáttunum, sem bera yfirskriftina Hamskipti, mun Ásgeir Hjartarson taka stíl sex einstaklinga í gegn, út frá hári, förðun og fatnaði.
Rakel Ósk er í fyrsta þættinum færð í „rokkaðri“ mynd en framundan eru þættir þar sem konur og karlar fá aðstoð Ásgeirs við útlitslegar breytingar. „Ég er að breyta einstaklingunum án þess að þeir missi sinn persónulega stíl,“ segir Ásgeir sem lofar að áhorfendur muni geta nýtt sér ýmis góð ráð er fram koma í þættinum.