Í þættinum er farið yfir hvernig á að farða varirnar eins og Kim Kardashian þannig að þær sýnist stærri. Jafnframt er sýnt hvernig greiða á hárið í snúð.
Ásgeir Hjartarson sýnir okkur það heitasta í hár- og fatatískunni hér heima og erlendis. Hann heimsækir flotta íslenska hönnuði, fylgist með tískuvikunni í New York og breytir stíl frægra Íslendinga.