mbl | sjónvarp

Yfir milljón fyrir reiðhjól

ÞÆTTIR  | 13. júlí | 9:00 
Gríðarleg breyting hefur orðið á aðgengi og aðstöðu fyrir þá sem stunda svokallað fjallabrun, eða Mountain Bike, en nýverið var opnaður í Skálafelli Bike Park. Þar eru stólalyfturnar notaðar af hjólreiðamönnum til að flytja fólk og hjól upp í fjall. Leiða má líkur að því að lyfturnar kunni að vera meira notaðar til þessa á komandi árum heldur en til skíðaiðkunar þar sem skíðasvæðin hafa verið í stríði við snjóleysi undafarin ár.
Spenna
Jaðarsport nýtur það mikilla vinsælda hér á landi að það jaðrar við rangnefni. Andri Ómarsson kynnir sér margvíslegar íþróttagreinar sem falla undir þennan flokk íþrótta.
Loading