Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar segir koma til greina að gera breytingar á íbúðum sem Búseti reist í Árskógum 7 og standa næst hinu risavaxna græna atvinnuhúsnæðis sem reist hefur verið á lóðinni næst íbúðunum.
Leysir ekki allan vanda
Líkt og ítrekað hefur komið fram í fréttum að undanförnu segja íbúar í Árskógum farir sínar ekki sléttar eftir að byggingin reis og varpar nú risastórum skugga á íbúðir þeirra.
Ólöf er gestur Spursmála að þessu sinni. Hún segir þessa hugmynd ekki eiga að leysa allan vanda og að ljóst sé að gera þurfi breytingar á nýbyggingunni sömuleiðis. Ólöf sem er arkitekt segist á sama tíma undra sig á því hvernig íbúðir Búseta eru hannaðar, þær snúi ekki rétt með tilliti til birtuskilyrða.
Ný hugmynd til lausnar
Hugmyndin sem Ólöf varpar fram í Spursmálum hefur ekki komið fram áður og hún nefnir raunar að hún hafi ekki enn rætt þennan möguleika við þá aðila sem málinu tengjast, byggingaraðila iðnaðarhúsnæðisins, Búseta eða Haga, sem hyggjast flytja hluta starfsemi sinnar í húsið nýja, þar á meðal 3.000 fermetra kjötvinnslu.
Viðtalið við Ólöfu má sjá og heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: