Von er á niðurstöðu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar í þessari viku hver beri ábyrgð á hneykslinu sem skók leikskólann Brákarborg á liðnu ári.
Þá kom í ljós að milljarða framkvæmd sem fólst í að breyta gamalli kynlífstækjaverslun í leikskóla reyndist stórgölluð og ekki mögulegt að halda uppi starfsemi í húsinu.
Umdeildar framkvæmdir
Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar upplýsir þetta á vettvangi Spursmála. Þar ræðir hún meðal annars hið svokallaða Brákarborgarmál en einnig þá undarlegu stöðu sem upp er komin við Álfabakka þar sem risin er 11.000 fermetra iðnaðarhúsnæði, ofan í íbúðabyggð við Árskóga. Virðist framkvæmdin koma öllum í opna skjöldu og segir Ólöf að enginn einn beri ábyrgð á því hvernig komið er.
Ólöf segir ekki rétt að Brákarborg hafi verið að hrynja yfir starfsfólk og leikskólabörn sem þar sóttu skóla. Ástæða þess að byggingin var rýmd var sú að hurðir skekktust og ekki var hægt að opna þær, auk þess sem sprungur sáust í veggjum.
Mokstur af þakinu
Í kjölfar þess að það var upplýst og byggingin hafði verið rýmd tóku verktakar til við að moka gríðarlegu magni af jarðvegi og torfi sem komið hafði verið fyrir á þaki hússins, sem nokkru fyrr hafði fengið viðurkenninguna Grænu skófluna.
Orðaskiptin um Brákarborg og stöðu þess máls má sjá í spilaranum hér að ofan.
Hér að neðan má sjá viðtalið við Ólöfu í heild sinni.