Flestir kylfingar kannast við að missa högg í sandgryfjum. Í dag kennir Brynjar þeim Jóni og Ragnheiði einfaldar reglur hvernig hægt er að bjarga sér úr sandinum. Í síðasta þætti minnkaði Jón muninn í keppninni góðu og því forvitnilegt að sjá hvort kallinn er kominn í stuð.
Jón Jónsson tónlistarmaður og Ragnheiður Ragnarsdóttir sundkona eru óreyndir kylfingar. Brynjar Geirsson og Ólafur Már Sigurðsson kenna þeim og áhorfendum undirstöðuatriðin í golfi.