mbl | sjónvarp

Stjörnuþjálfun útbýr sykurlausan múslíbar

ÞÆTTIR  | 23. nóvember | 11:30 
Þegar hungrið segir til sín er gott að eiga lekkert nesti í töskunni sinni sem hægt er að grípa í. Stelpurnar lærðu að útbúa súpergott snarl hjá Valentínu Björnsdóttur á Krúsku. 800 g apríkósur 200 g döðlur 1/2 lítri appelsínusafi 1/2 lítri vatn Allt soðið saman í 25 mínútur. Bætið 3 matskeiðum af kanil út í og maukið í matvinnsluvél. 1 msk. chia-fræ (sett í 1/2 dl af vatni og látin liggja í bleyti í 5 klukkutíma.) 500 g haframjöl 100 g möndlur 200 g sólblómafræ 1 poki Trail mix blanda (kakónibs, gojaber, kasjúhnetur, blæjuber og fleira) 50 g ristaðar kókósflögur 50 g graskersfræ Öllu hrært saman og sett í stórt mót. Þjappað vel þannig að lagið verði sirka 2 sm. Bakað í 10-15 mínútur við 180 gráður.
Stjörnuþjálfun
Skvísurnar í Stjörnuþjálfun hafa náð einstökum árangri undir handleiðslu Önnu Eiríks og Ágústu Johnson. Fylgist með þeim á Smartlandi Mörtu Maríu.
Loading