Ómar Ingi Magnússon var í kvöld útnefndur íþróttamaður ársins í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna við hátíðarlega athöfn í Hörpu í Reykjavík.
Þetta er í annað sinn sem Ómar Ingi hlýtur nafnbótina íþróttamaður ársins en hann var kjörinn íþróttamaður ársins í fyrra líka.
Ómar Ingi, sem er 25 ára gamall hefur farið á kostum með Þýskalandsmeisturum Magdeburg frá því hann gekk til liðs við félagið frá Aalborg í Danmörku, sumarið 2020.
Stórskyttan er í aðalhlutverki í Sonum Íslands, nýjum vefþáttum sem framleiddir eru af Studio M, en í þáttunum er Ómar Ingi heimsóttur til Þýskalands þar sem hann býr ásamt eiginkonu sinni Hörpu Sólveigu Brynjarsdóttur og börnum þeirra tveimur, tvíburunum Ásthildi Ellý og Jakobi Erni.