Tónlistarstund er stödd á Ísafirði í þessum töluðum orðum og sendir út beint frá tónlistarhátíðinni víðfrægu Aldrei fór ég suður. Á meðal efnis er viðtal við tónlistarfeðgana Vernharð Jónsson og Valgeir Skorra Vernharðsson auk þess sem unglingasveitin efnilega Klysja treður upp í Vestfirzku verzluninni.