mbl | sjónvarp

Frá geðlæknum til kynfæraaðgerðar

INNLENT  | 13. júní | 21:00 
„Maður ákveður ekkert einn daginn að maður ætli að vera kona í dag og eitthvað annað hinn daginn,“ segir Ugla Stefanía Jónsdóttir í samtökunum Trans Ísland. Kynleiðréttingarferlið sem transfólk þarf að ganga í gegnum er bæði langt og strangt.

„Maður ákveður ekkert einn daginn að maður ætli að vera kona í dag og eitthvað annað hinn daginn,“ segir Ugla Stefanía Jónsdóttir í samtökunum Trans Ísland.  Kynleiðréttingarferlið sem transfólk þarf að ganga í gegnum er bæði langt og strangt. Það hefst með margra mánaða samtalsmeðferð hjá geðlækni, því næst tekur hormónaferlið við og að lokum kynfæraaðgerð fyrir þá sem hana kjósa. Í þessum fyrsta þætti af Trans kynnum við okkur hvað felst í hugtakinu transfólk, hvað það er að vera trans og hvernig kynleiðréttingarferlið fer fram. Hver er munurinn á transkonum og transmönnum?  Hvaða hugtök og orð á að nota um fólk sem fer í gegnum kynleiðréttingarferlið?

Trans
Það er ekki ákvörðun að vera trans. Transfólk eru einstaklingar sem telja sig hafa fæðst með fæðingargalla. Þau fæddust í röngum líkama, af röngu kyni, og vilja láta leiðrétta það - sem er langt frá því að vera einfalt.
Loading