Eyjólfur Kristopher Kolbeins var aðeins fjórtán ára þegar hann kom út úr skápnum. Hann segist hafa verið heppinn með umhverfi og aðstæður og að sér hafi alls staðar verið vel tekið. „Pabbi var alltaf kallaður ofurpabbinn,“ segir Eyjólfur, sem er þakklátur föður sínum fyrir stuðninginn þegar skrefið var stigið. Rætt er við Eyjólf og föður hans í þættinum Út úr skápnum hér á mbl sjónvarpi.