mbl | sjónvarp

Tók stjörnu Arsenal hálstaki (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 17. ágúst | 16:40 
Yerson Mosquera, leikmaður Wolves, tók lykilmann Arsenal Kai Havertz hálstaki í leik liðanna í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.

Yerson Mosquera, leikmaður Wolves, tók lykilmann Arsenal Kai Havertz hálstaki í leik liðanna í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 

Arsenal vann leikinn 2:0 en Kai Havertz skoraði fyrra markið og lagði upp síðara. 

Á 55. mínútu átti sér hins vegar stað furðulegt atvik þegar að Mosquera tók Havertz hálstaki. 

Þá dró Havertz Mosquera niður og Wolves fékk aukaspyrnu. Í leiðinni snéri Mosquera sér við og tók Havertz hálstaki. 

VAR-sjáinn skoðaði atvikið en ákvað að sleppa því að reka Mosquera af velli. 

Myndskeið af hálstakinu má sjá hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

Veiði
Vandaðir fræðsluþættir um fluguköst í umsjón Barkar Smára Kristinssonar. Þættirnir eru gerðir með því hugarfari að gera fluguveiðimönnum á Íslandi kleift að skilja betur út á hvað fluguköst ganga.
Loading