mbl | sjónvarp

Margrét Lára um Liverpool: Var kominn tími á breytingar

ÍÞRÓTTIR  | 25. ágúst | 21:20 
Margrét Lára Viðarsdóttir, ein besta knattspyrnukona Íslandssögunnar, segir það hafa verið kominn tími á breytingar hjá Liverpool.

Margrét Lára Viðarsdóttir, ein besta knattspyrnukona Íslandssögunnar, segir það hafa verið kominn tími á breytingar hjá Liverpool. 

Margrét Lára var ásamt Bjarna Þór Viðarssyni gestur Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum Sport. 

Þau fóru yfir Liverpool sem vann Brentford, 2:0, í dag og er með tvo sigra í tveimur leikjum. 

Arne Slot tók við af Jürgen Klopp í sumar. Margrét Lára heldur því fram að það sé gott fyrir Liverpool að vera komið með nýjan mann inn. 

„Þó að Klopp hafi verið frábær og gert geggjaða hluti var mögulega kominn tími á breytingar. Það sér maður svo skært.“ 

Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport. 

Veiði
Vandaðir fræðsluþættir um fluguköst í umsjón Barkar Smára Kristinssonar. Þættirnir eru gerðir með því hugarfari að gera fluguveiðimönnum á Íslandi kleift að skilja betur út á hvað fluguköst ganga.
Loading