mbl | sjónvarp

United-menn eru algjörir klaufar

ÍÞRÓTTIR  | 25. ágúst | 21:21 
Manchester United mátti þola tap fyrir Brighton, 2:1, í 2. umferð ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu í Brighton á laugardaginn.

Manchester United mátti þola tap fyrir Brighton, 2:1, í 2. umferð ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu í Brighton á laugardaginn. 

United er því með einn sigur og eitt tap eftir fyrstu tvo leikina en sigurmark Brighton skoraði Joao Pedro undir lok leiks eftir klaufalegan varnarleik. 

Margrét Lára Viðarsdóttir og Bjarni Þór Viðarsson voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum Sport í gær. 

Margrét Lára sagði United-menn hafa verið algjöra klaufa í báðum mörkum Brighton. 

Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport. 

Veiði
Vandaðir fræðsluþættir um fluguköst í umsjón Barkar Smára Kristinssonar. Þættirnir eru gerðir með því hugarfari að gera fluguveiðimönnum á Íslandi kleift að skilja betur út á hvað fluguköst ganga.
Loading