mbl | sjónvarp

Brighton-menn sjálfum sér verstir (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 5. desember | 23:03 
Fulham hafði betur gegn Brighton í fjögurra marka leik í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu sem endaði 3:1 fyrir Fulham.

Fulham hafði betur gegn Brighton í fjögurra marka leik í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu sem endaði 3:1 fyrir Fulham.

Alex Iwobi kom Fulham yfir eftir hræðileg mistök frá Bart Verbruggen, markmanni Brighton, en hann sendi boltann beint á Iwobi sem skoraði.

Carlos Baleba jafnaði metin á 56. mínútu með glæsilegu skoti fyrir utan teig eftir skemmtilega fyrirgjöf frá Joao Pedro en danski Matthwe O´Riley, leikmaður Brighton, skoraði sjálfsmark á 79. mínútu eftir hornspyrnu og Fulham komst 2:1 yfir.

Iwobi skoraði svo frábært mark á 87. mínútu og Fulham vann leikinn 3:1.

Svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan en mbl.is sýn­ir efni úr enska fót­bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann Sport.

Veiði
Vandaðir fræðsluþættir um fluguköst í umsjón Barkar Smára Kristinssonar. Þættirnir eru gerðir með því hugarfari að gera fluguveiðimönnum á Íslandi kleift að skilja betur út á hvað fluguköst ganga.

Mest skoðað

Loading