Bournemouth sigraði Ipswich Town, 2:1, í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag í sterkri endurkomu Bournemouth.
Conor Chaplin kom Ipswich yfir á 21. mínútu en á 87. mínútu jafnaði Enes Ünal metin fyrir Bournemouth og á fimmtu mínútu uppbótartímans skoraði Dango Ouattara sigurmarkið.
Mörkin og helstu atvik má sjá í myndskeiðinu en mbl.is sýnir efni úr enska fótboltanum í samvinnu við Símann Sport.